900 milljarðar og ný Hvalfjarðargöng

Ráðherra kynnti þingsályktunartillöguna í dag.
Ráðherra kynnti þingsályktunartillöguna í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Þings­álykt­un­ar­til­laga innviðaráðherra um nýja sam­göngu­áætlun hef­ur nú litið dags­ins ljós. Meðal þess sem fjallað er um í áætl­un­inni er for­gangs­röðun um upp­bygg­ingu jarðganga og upp­bygg­ing á inn­an­lands­flug­völl­um.

Fram kem­ur einnig að rúm­lega 900 millj­örðum króna verði varið í sam­göngu­fram­kvæmd­ir næstu fimmtán árin.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kynnti í dag þings­álykt­un­ar­til­lög­una á Hót­el Nordica. Í kjöl­far fund­ar­ins varð til­lag­an aðgengi­leg í sam­ráðsgátt og verður hægt að senda inn um­sögn eða ábend­ing­ar vegna henn­ar til og með 31. júlí næst­kom­andi. Til­lag­an verður tek­in fyr­ir á Alþingi í haust.

Í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, sem nær frá ár­inu 2024 til 2038, er farið um víðan völl. Til dæm­is er þar reifuð jarðganga­áætl­un til næstu þrjá­tíu ára og farið yfir for­gangs­röðun fjór­tán ganga. For­gangs­röðunin var unn­in eft­ir að heild­stærð grein­ing á jarðganga­kost­um hafði verið fram­kvæmd. Þá hef­ur Rann­sókn­ar­miðstöð Há­skól­ans á Ak­ur­eyri einnig unnið mat á arðsemi, um­ferðarör­yggi og teng­ingu svæða ásamt fleiru og var Vega­gerðin vita­skuld með í áætlana­gerð.

Ráðherra fór yfir kjarna áætlunarinnar.
Ráðherra fór yfir kjarna áætl­un­ar­inn­ar. Skjá­skot

 Lögð er til eft­ir­far­andi for­gangs­röðun jarðganga:

  1. Fjarðar­heiðargöng
  2. Siglu­fjarðarsk­arðsgöng
  3. Hval­fjarðargöng 2
  4. Göng milli Ólafs­fjarðar og Dal­vík­ur
  5. Göng milli Ísa­fjarðar og Súðavík­ur
  6. Breiðadals­legg­ur, breikk­un
  7. Seyðis­fjarðar- og Mjóa­fjarðargöng
  8. Mikli­dal­ur og Hálf­dán
  9. Kletts­háls
  10. Öxna­dals­heiði

Tekið er fram að lagt sé til að áætl­un­in sé end­ur­skoðuð sam­hliða sam­göngu­áætlun og verði þá eft­ir­far­andi göng einnig til skoðunar:

-          Reyn­is­fjall

-          Lóns­heiði

-          Hell­is­heiði eystri

-          Beru­fjarðargöng og Breiðdals­heiðargöng

Jarðgöngin sem eru í efstu sætum.
Jarðgöng­in sem eru í efstu sæt­um. Skjá­skot

Upp­bygg­ing flug­valla með vara­flug­valla­gjaldi

Þá eru fjár­fest­ing­ar í inn­an­lands­flug­valla­kerf­inu rædd­ar og eru þær sagðar miðast fyrst og fremst við það að upp­fylla staðal­kröf­ur um ör­yggi, viðhald mann­virkja og í ein­hverj­um til­fell­um ný­fram­kvæmd­ir.

Með vara­flug­valla­gjaldi á að vinna að upp­bygg­ingu Reykja­vík­ur-, Ak­ur­eyr­ar- og Eg­ilsstaðaflug­valla. Þá verði sam­hliða unnið að því að minni lend­ing­arstaðir geti þjónað hlut­verki sínu gagn­vart sjúkra- og al­manna­flugi. Þá þurfi einnig að und­ir­búa flug­vell­ina fyr­ir orku­skipti í flugi en von sé á fyrstu kennsluflug­vél­un­um sem nota litl­ar fær­an­leg­ar hleðslu­stöðvar hingað til lands árið 2024. Þá kem­ur fram að fyrsta vetnis­knúna farþega­flug­vél­in hafi farið á loft í mars árið 2023.

Í til­lög­unni kem­ur eft­ir­far­andi fram:

Helstu fram­kvæmd­ir:

Reykja­vík­ur­flug­völl­ur, flug­stöð.

Lagt er til að fara í end­ur­bygg­ingu á flug­stöðinni á Reykja­vík­ur­flug­velli. Gert er ráð fyr­ir að reisa flug­stöð á sama reit og nú­ver­andi flug­stöð. Fyr­ir­hugað er að bygg­ing­in verði ein­föld stál­grind­ar­bygg­ing. Áætlað er að árið 2024 verði unn­in þarfagrein­ing með flugrek­end­um og flugaf­greiðsluaðilum ásamt hönn­unar­und­ir­bún­ingi. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmda­tími gæti verið um 24 mánuðir.

Eg­ilsstaðaflug­völl­ur, ak­braut.

Lagt til að gerð verði ak­braut meðfram flug­braut Eg­ilsstaðaflug­vall­ar auk þess sem flug­hlað verður stækkað. Gert er ráð fyr­ir að verkið verði unnið í áföng­um. Verk­efnið er lyk­ilþátt­ur í því að efla hlut­verk Eg­ilsstaðaflug­vall­ar sem vara­flug­völl­ur milli­landa­flugs.

Ak­ur­eyr­arflug­völl­ur, flug­stöð.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við viðbygg­ingu við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli klárist árið 2024.

Þá er greint frá því að upp­söfnuð viðhaldsþörf sem nem­ur um sex­tán millj­örðum króna sé til staðar á inn­an­lands­flug­völl­un­um.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar, sam­ráðsgátt og þings­álykt­un­ar­til­lög­una í heild má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert