Gerð var kvikmynd sem sýnir alla bæi og flesta íbúa Kjósarhrepps um miðja síðustu öld og hefur Þorsteinn Veturliðason nú unnið að því að nafngreina alla sem koma fram í myndinni.
Gróf hann upp nöfn alls 440 einstaklinga og verður kvikmyndin nú endurútgefin í haust á nýjum vef Kvikmyndasafns Íslands að nöfnunum viðbættum.
Þorsteinn segir við Morgunblaðið að Sigurbjörn Hjaltason hafi upprunalega átt hugmyndina að því að nafngreina fólkið í myndinni. Hann hafi í facebookfærslu stungið upp á að bæta við nöfnum í Kjósarmyndina og Þorsteinn hafi á þeim tímapunkti komið inn í verkefnið.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.