Fann 440 nöfn fyrir myndina

Nú eru liðnir sjö áratugir síðan kvikmyndin var tekin upp …
Nú eru liðnir sjö áratugir síðan kvikmyndin var tekin upp í Kjósarhreppi og eru fæstir sem komu fram í myndinni enn á lífi. Ljósmynd/Aðsend

Gerð var kvikmynd sem sýnir alla bæi og flesta íbúa Kjósarhrepps um miðja síðustu öld og hefur Þorsteinn Veturliðason nú unnið að því að nafngreina alla sem koma fram í myndinni.

Gróf hann upp nöfn alls 440 einstaklinga og verður kvikmyndin nú endurútgefin í haust á nýjum vef Kvikmyndasafns Íslands að nöfnunum viðbættum.

Þorsteinn segir við Morgunblaðið að Sigurbjörn Hjaltason hafi upprunalega átt hugmyndina að því að nafngreina fólkið í myndinni. Hann hafi í facebookfærslu stungið upp á að bæta við nöfnum í Kjósarmyndina og Þorsteinn hafi á þeim tímapunkti komið inn í verkefnið. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert