Framkvæmd á gjaldtöku óljós

Gjaldtaka á að hefjast í haust.
Gjaldtaka á að hefjast í haust. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Stefnt er að gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands haustið 2023. Nú eru um 2.000 bílastæði við Háskóla Íslands þar sem nemendur og starfsfólk hafa fengið að leggja endurgjaldslaust.

Málefni bílastæða voru tekin fyrir á fundi háskólaráðs í síðustu viku. Á fundinum gerði Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, grein fyrir stöðu mála varðandi stýringu bílastæða á lóð Háskóla Íslands. Kristinn segir í samtali við Morgunblaðið að hvorki nákvæm útfærsla né endanlegur tímarammi umræddra breytinga liggi fyrir að svo stöddu.

„Við höfum verið að vinna að gerð útboðs til að bjóða út þjónustuna við innheimtuna á gjaldi og eftirliti með stæðum. Það var það sem ég kynnti á fundi háskólaráðs, en það var engin ákvörðun tekin, enda er málið enn í vinnslu og verður tekið fyrir í haust,“ segir Kristinn í samtali við Morgunblaðið.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert