Gæti örvað jarðskjálftavirkni

Frá starfsstöðvum Carbfix.
Frá starfsstöðvum Carbfix. Ljósmynd/Gunnar Freyr

Engin fordæmi eru fyrir þeim framkvæmdum sem áformuð eru á Hellisheiði, þar sem Carbfix hyggst dæla yfir 400 þúsund tonnum af koldíoxíði (CO2) á ári niður til varanlegrar geymslu. Því er óvissa um hvaða umhverfisáhrif niðurdælingin mun hafa.

Þetta kemur fram í mati Skipulagsstofnunar sem nýverið birti álit sitt um mat á umhverfisáhrifum niðurdælingarinnar. Í álitinu segir að dælingin þurfi að fara fram í skrefum svo hægt sé að meta áhrifin og hver viðbrögð svæðisins verða.

Í starfsleyfi þurfi að setja ákvæði um tiltekna áfangaskiptingu eða að einungis verði veitt leyfi fyrir hluta af því heildarmagni sem dæla á niður.

Ákveðin óvissa er um hvort jarðskjálftavirkni kunni að örvast við fyrirhugaðar framkvæmdir Carbfix.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert