Gullakistan er risastór

Guðný Dóra Gestsdóttir hér í bókastofunni á Gljúfrasteini með myndir …
Guðný Dóra Gestsdóttir hér í bókastofunni á Gljúfrasteini með myndir af Erlendi í Unuhúsi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sögu, arfleifð og skrif Halldórs Laxness má alltaf nálgast með nýju móti og gera eitthvað áhugavert úr þeim efniviði. Slíkt höfum við gert hér á bæ og getum í raun sótt í risastóra gullakistu,“ segir Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðumaður Gljúfrasteins – húss skáldsins.

Nú á vordögum hefur þar verið efnt til ýmissa viðburða þar sem fólk hefur sagt af kynnum sínum af skáldinu og öðru því tengdu. Slíku verður haldið áfram og af nægu er að taka.

Erlendur er víða

Á Gljúfrasteini er nú uppi lítil sýning um Erlend Guðmundsson (1892-1957) í Unuhúsi við Garðastræti í Reykjavík. „En honum á ég flest að þakka,“ sagði skáldið um þennan velgjörðarmann og bakhjarl sinn og fleiri þeirra sem áberandi voru í bókmenntalífi Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar. Víða í verkum þykir djarfa fyrir Erlendi með ýmsu móti og á Gljúfrasteini eru uppi af honum þrjár portrettmyndir; eftir Nínu Tryggvadóttur, Louisu Matthíasdóttur og Kristján Davíðsson.

„Þetta er áhugaverð sýning sem við komum fyrir hér í mótttökustofu Gljúfrasteins. Umfang hennar er kannski ekki mikið, en sagan er merk og hana verðugt að segja,“ segir Guðný Dóra.

Áhrif Halldórs Laxness á samtíð sína voru mikil og sterk – og þá sögu má skoða frá mörgum hliðum. Miklu skiptir þá að verkin í öllum sínum fjölbreytileika séu aðgengileg, rétt eins og raunin er. Verk Halldórs eru enn í útgáfu og á vef Ríkisútvarpsins má nálgast lestur skáldsins til dæmis á skáldsögum sínum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert