Heilsugæsla hugsanlega á Flúðir

Húsið á Flúðum sem núna er skoðað hvort hentar undir …
Húsið á Flúðum sem núna er skoðað hvort hentar undir heilsugæslustöð. mbl.is/Sigurður Bogi

Skiptar skoðanir eru í uppsveitum Suðurlands um þær hugmyndir stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að flytja starfsemi heilsugæslustöðvarinnar í uppsveitum Árnessýslu frá Laugarási í Biskupstungum, þar sem hefur verið læknissetur í heila öld.

Húsnæði heilsugæslunnar þar var byggt fyrir um 30 árum og þykir ekki lengur henta nútímastarfsháttum í heilbrigðisþjónustu og hafi slíkt hamlandi áhrif. Að auki uppfyllir húsnæðið ekki þau skilyrði sem getið er um í kröfulýsingu um heilsugæslustöðvar og skilyrðum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Kanna möguleika sem bjóðast í húsnæðismálum

Heilsugæslan í Laugarási er nú til húsa við Launrétt 4 í Laugarási, garðyrkjuþorpi sem er neðst í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Stöðin þjónustar um 2.900 skjólstæðinga auk ferðafólks á svæðinu.

„Tími er kominn á kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir á húsnæði heilsugæslunnar og áður en hafist er handa við slíkar framkvæmdir er eðlilegt að horft sé til þess hvort aðrir heppilegri kostir séu í stöðunni,“ segir Díana Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Við leggjum einnig ríka áherslu á að stofnunin sé eftirsóttur vinnustaður sem vinnur með starfsmönnum, íbúum og stjórnvöldum að því að þróa og efla starfsemina og laga hana að þörfum þeirra sem þjónustu þurfa.“

Díana segir að í núverandi stöðu sé eðlilegt að horft sé til þess hvort aðrir kostir í húsnæðismálum en kostnaðarsamar viðhaldsframkvæmdir í Laugarási séu heppilegri. Engar ákvarðanir hafi verið teknar en hugmyndir um að flytja heilsugæsluna í þéttbyggðara umhverfi, eins og til að mynda á Flúðir eða Reykholt, hafa verið kynntar ­sveitarstjórnarfólki. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert