„Næstu daga verður veðrið á svipuðum nótum og að undanförnu nema að það má búast við að hlýni heldur.“
Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands en í dag má búast við suðvestlægri átt 3-10 m/s.
Þá segir að engu að síður muni verða bjart með köflum í dag, en síðan skýjað meirihluta tímans um landið vestanvert og hitatölurnar gætu skriðið yfir 15 stiga múrinn yfir daginn.
„Á móti mun hitinn stíga yfir 22 stiginn allvíða norðaustan og austan til, einkum þar sem hafgola nær ekki að gera sig gildandi því hún kælir hratt enda hafi lítt farið að hitna og því köld gola sem kemur inn, nái hún yfirhöndinni.“