Karlkyns umsækjendum fjölgar um 13%

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hóf átak í apríl til að …
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti hóf átak í apríl til að auka hlutfall stráka í háskólum landsins. mbl.is/Teitur

„Þessar tölur frá Háskóla Íslands eru ótrúlega ánægjulegar og langt umfram væntingar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um fyrstu aðsóknartölur í Háskóla Íslands, en þar kemur fram að fjölgun er í umsóknum beggja kynja, en á meðan umsóknum kvenna hefur fjölgað um 2% hefur umsóknum karla fjölgað um 13%.

Eins og fjallað hefur verið um setti ráðuneyti Áslaugar Örnu af stað átak í aprílmánuði til að reyna að fjölga umsóknum stráka um háskólanám, en mikil slagsíða hefur verið á aðsókn þeirra í háskólanám og síðastliðin fjögur ár hafa þeir aðeins verið 34-35% umsækjenda í Háskóla Íslands.

Áslaug Arna segir að áður en átakið hófst hafi verið gerðar kannanir á viðhorfum framhaldsskólanema á útskriftarári og þær niðurstöður hafi verið notaðar til að höfða til þess að fleiri strákar sæju kostina við háskólanám en myndu ekki fresta eða sleppa því.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka