Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Pawel Dubaj, 40 ára, frá Póllandi. Pawel er ekki talinn hættulegur, en fyrir liggur staðfest ákvörðun um að verða við beiðni um afhendingu á honum til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar.
Pawel er jafnframt hvattur til að gefa sig fram við lögreglu, en þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Pawels, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 112.
Uppfært 19. júlí:
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Pawel er nú kominn fram. Hann sætir gæsluvarðhaldi og verður brátt afhentur pólskum yfirvöldum.