Mál lögmannsins enn til rannsóknar

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. Samsett mynd

Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur enn til rannsóknar meint kynferðisbrot lögmanns. 

8. maí greindu fjölmiðlar frá því að lögmaðurinn hefði verið kærður fyr­ir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á og nauðgað eig­in­konu skjól­stæðings síns. Lögmaður­inn er með mál­flutn­ings­rétt­indi fyr­ir Lands­rétti og er sagður hafa brotið gegn kon­unni á meðan eig­inmaður henn­ar var í ein­angr­un á Hólms­heiði.

Er mbl.is ræddi við Grím Grímsson yfirlögregluþjón staðfesti hann að rannsókn væri enn í gangi, en vildi ekki staðfesta að um lögmann væri að ræða. Þá gat hann ekki tjáð sig frekar um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert