Reykjavíkurflugvöllur ekki að fara neitt

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

Fram­lög til flug­valla aukast til muna í sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bilið 2024-2038. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is stóru breyt­ing­una grund­vall­ast af nýja frum­varp­inu um vara­flug­vall­ar­gjald.

„Með nýja frum­varp­inu er í raun búið að fjár­magna upp­bygg­ingu og viðhald um alla framtíð ef við eig­um að þora að segja það,“ seg­ir Sig­urður Ingi. Miðað við fjár­mögn­un­ar­kerfið mun upp­bygg­ing­in fjár­magna sig sjálf með þjón­ustu­samn­ingi við alla minni flug­velli og lend­ing­arstaði lands­ins að sögn ráðherra.

Ljúka á fram­kvæmd­um við stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri, byggja á upp flug­hlað og ak­braut á Eg­ils­stöðum og end­ur­byggja á flug­stöðina í Reykja­vík.

Flug­völl­ur í Vatns­mýri næstu 20 árin að lág­marki

Má þá skilja það sem svo að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði áfram til framtíðar í Vatns­mýr­inni?

„Það hef­ur all­an tím­ann verið mín sýn og minn skiln­ing­ur að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé ekki að fara neitt fyrr en menn hafi fundið aðrar leiðir og þær hef­ur eng­inn fundið. Þar af leiðandi, frá deg­in­um í dag, eru 20-25 ár að lág­marki að það ger­ist og á þeim tíma þurf­um við að hafa al­vöru flug­stöð og al­vöru flug­völl. Það má al­veg segja að það sé verið að ít­reka með þessu,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert