Sakaður um skattalagabrot í rekstri byggingafyrirtækis

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir skattalagabrot í tengslum við starfsemi byggingafyrirtækis sem hann stýrði og var eigandi að. Nema meint brot hans samtals 34,3 milljónum króna á árunum 2018-2019.

Á ákærunni er maðurinn sagður hafa staðið skil á efnislega rangri virðisaukaskattskýrslum og vanframtalið virðisaukaskattskylda veltu upp á 68,7 milljónir og þar með vanframtalið virðisaukaskatt upp á 16,3 milljónir. Þá er hann sakaður um að hafa ekki greitt staðgreiðslu af launum starfsmanna fyrirtækisins upp á 18 milljónir króna.

Málið var þingfest fyrr í þessum mánuði í Héraðsdómi Suðurlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert