Samgönguvísitala hefur hækkað um 30%

Sigurður Ingi Jóhannsson á hótel Nordica í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson á hótel Nordica í dag. mbl.is/Hákon

Sam­göngu­vísi­tala hef­ur hækkað um 30% frá því að sam­göngusátt­mál­inn var staðfest­ur árið 2019. Til greina kem­ur að lengja tíma­línu sátt­mál­ans um fimm til sjö ár að mati Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar innviðaráðherra.

Sig­urður Ingi kynnti í dag þings­álykt­un­ar­til­lög­u um nýja sam­göngu­áætlun á Hót­el NordicaÍ þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, sem nær frá ár­inu 2024 til 2038, er farið um víðan völl.

Hluti til­lagna í sam­göngu­áætlun­inni er sett­ur fram með fyr­ir­vara um niður­stöðu starfs­hópa og nefnda. Þar á meðal er sett­ur fyr­ir­vari á niður­stöður viðræðuhóps um sam­göngu­áætlun, en viðbúið er að niður­stöður vinn­unn­ar muni hafa áhrif á fram­kvæmda­töflu sam­göngusátt­mála. 

Mik­il­vægt að fara yfir for­gangs­röðun­ina

Blaðamaður mbl.is spurði Sig­urð Inga hvað fæl­ist í fyr­ir­vör­um um nýja sam­göngu­áætlun í sam­hengi við end­ur­skoðun á sam­göngusátt­mál­an­um. Nefndi Sig­urður Ingi þá að „sam­göngu­vísi­tala hef­ur hækkað um 30% á þess­um árum og allt þar af leiðandi orðið dýr­ara, það er mik­il­vægt að átta sig á því.“

Sam­göngusátt­mál­inn var staðfest­ur árið 2019. 

Þá hafa verk­efni þró­ast og vaxið í um­fangi að sögn Sig­urðar Inga, nefndi hann til að mynda að „sæ­braut­ar­stokk­ur var upp­hag­lega mis­læg gatna­mót með ein­hverju smá en er í dag orðin mjög stór fram­kvæmd“. 

Því seg­ir Sig­urður Ingi mik­il­vægt að fara yfir for­gangs­röðun­ina, hvað hlut­ir kosta og fram­kvæmda­töfl­ur þar af leiðandi. Í því sam­hengi seg­ir hann jafn­framt koma til greina að lengja tíma­línu sátt­mál­ans.

Sátt­mál­inn var samþykkt­ur árið 2019 og átti fram­kvæmd­um að vera lokið árið 2033. Sig­urður Inga seg­ir „full­kom­lega eðli­legt að tala um fimm ár, jafn­vel sjö ár til viðbót­ar“ en að það fari þó eft­ir því hversu mörg verk­efni verða þar inni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert