„Þær hverfa“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í blíðunni fyrir utan Hótel Nordica …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í blíðunni fyrir utan Hótel Nordica í dag. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þær hverfa. Þess­ar 29 sem eru í dag á hring­veg­in­um verða all­ar horfn­ar á þessu tíma­bili ef áætl­un­in geng­ur eft­ir.

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra um ein­breiðar brýr á hring­veg­in­um í sam­tali við mbl.is í dag.

Í sam­göngu­áætlun sem ráðherra kynnti á Hót­el Nordica í dag fyr­ir tíma­bilið 2024-2038 er stefnt að fækk­un ein­breiðra brúa um land allt. Eng­in ein­breið brú verður á hring­veg­in­um í lok 15 ára tíma­bils áætl­un­ar­inn­ar og þar að auki mun öðrum ein­breiðum brúm fækka um 50 tals­ins. Þannig mun ein­breiðum brúm á land­inu öllu fækka um 79 tals­ins á tíma­bili sam­göngu­áætlun­ar­inn­ar.

Hvaða ein­breiðu brýr utan hring­veg­ar­ins verða tekn­ar úr notk­un?

„Það eru þá aðrir stofn­veg­ir eða tengi­veg­ir eða jafn­vel brýr sem komn­ar eru vel til ára sinna og verða gerðar tví­breiðar í leiðinni, stund­um með röri og stund­um með nýj­um brúm. Þessu verður for­gangsraðað með svo kallaðri svart­blett­a­rann­sókn þar sem farið er eft­ir slysatíðni og um­ferðarþunga,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Fækka á mal­ar­veg­um

619 kíló­metr­ar vega sem eru í dag með mal­ars­lit­lagi verða á sam­göngu­áætlun bundn­ir slit­lagi. Alls eru um 2.118 kíló­metra tengi­vega á Íslandi með mal­ars­lit­lagi. Sig­urður Ingi seg­ir langt í það að hægt verði að klára að binda alla vegi slit­lagi.

„Þarna er for­gangs­röðunin skóla­sókn og vinnu­sókn­ar­svæði. Það er að segja þar sem skóla­bíll­inn er að aka með börn og þar sem veg­ur­inn er orðinn þannig að at­vinnu­rekst­ur get­ur ekki þrif­ist við hann vegna þess að það þarf að byggja hann upp og setja á hann slitlag.

Eins ein­hverj­ar ferðamanna­leiðir og veg­ir þar sem er meiri um­ferð og þar sem erfiðara er að viðhalda veg­un­um.“

Ráðherra seg­ir af nægu að taka en að það sé langt í að hægt verði að leggja slitlag á alla vegi á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert