Nýyrðavefur Stofnunar Árna Magnússonar var opnaður fyrir tæpum fimm árum, á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018, og hefur þar síðan verið skráður fjöldi nýyrða.
Ágústa Þorbergsdóttir sem ritstýrir Nýyrðavefnum segir að hann sé mikilvægur til að halda utan um nýyrði, en þó gæti verið kominn tími til þess að endurhugsa skipulag Nýorðabankans.
„Það væri gott að geta sigtað orðin sem lenda líklega í orðabókunum frá orðum sem fólk er að senda inn sem hálfgerða brandara.“ Segir Ágústa tilvalið að nýta fimm ára afmælið til að breyta vefnum.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.