Þrír hrepptu 5 milljónir

Þrír miðaeigendur Happdrætti Háskóla Íslands hrepptu hæsta vinnig í aðalúrdrætti …
Þrír miðaeigendur Happdrætti Háskóla Íslands hrepptu hæsta vinnig í aðalúrdrætti kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír miðaeigendur Happdrætti Háskóla Íslands hrepptu hæsta vinning í aðalúrdrætti kvöldsins, fær hver um sig 5 milljónir króna í sinn hlut. 

Auk þess fengu tveir trompmiðaeigendur 500 þúsund króna vinning en trompmiðinn fimmfaldar þá upphæð og fá þeir því 2,5 milljónir króna í vinning.

Fjöldi annarra miðaeigenda fékk einnig vinning og ber þar helst að nefna sjö sem fengu eina milljón hver og 15 sem fengu hálfa milljón.

Í heildina skipta vinningshafar í júní með sér rúmum 150 skattfrjálsum milljónum og eru vinningshafar tæplega 4.200 talsins.

Í júní verða 50 milljónir í pottinum þar sem fjórfaldur pottur í milljónaveltunni gekk ekki út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert