92 milljarðar í almenningssamgöngur til 2038

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun á Hótel Nordica í gær. mbl.is/Hákon Pálsson

Í til­lögu að sam­göngu­áætlun fyr­ir tíma­bilið 2024-2038, sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kynnti í gær, eru al­menn­ings­sam­göng­ur nokkuð fyr­ir­ferðar­mikl­ar. Gert er ráð fyr­ir 92 millj­arða króna styrkj­um til al­menn­ings­sam­gangna á tíma­bil­inu en inni í þeirri tölu eru styrk­ir vegna flugs og ferju­sigl­inga auk al­menn­ings­sam­gangna á bæði höfuðborg­ar­svæði og land­sam­gangna á lands­byggðinni. Það ger­ir rúm­lega 6 millj­arða á ári.

Við það bæt­ist 81 millj­arður króna í út­gjöld vegna borg­ar­línu en ein megin­áhersla til­lögu um sam­göngu­áætlun er að áfram verði unnið að upp­bygg­ingu borg­ar­línu og annarra sam­göngu­mann­virkja á grund­velli sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Seg­ir í grein­ar­gerð með til­lög­unni að það sé lyk­ilþátt­ur í þróun svæðis­ins í átt að sjálf­bær­ara borg­ar­sam­fé­lagi og að auk­in hlut­deild al­menn­ings­sam­gangna í ferðamáta­vali á svæðinu muni greiða fyr­ir um­ferð og halda aft­ur af aukn­ingu um­ferðartafa á svæðinu. Miðað er að því að fjöldi farþega með al­menn­ings­sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu vaxi úr rúm­um 11 þúsund árið 2022 í tæp 16 þúsund árið 2024 og rúm 20 þúsund árið 2028. Miðast þær töl­ur við inn­stig í vagna.

Byrjað á Hamra­borg-Hlemmi

Í út­gjalda­áætl­un vegna borg­ar­línu er gert ráð fyr­ir því að byrja á leiðinni Hamra­borg-Hlemm­ur og að í hana fari 36 millj­arðar króna á ár­un­um 2024-2027; fimm millj­arðar á fyrsta ári, níu á öðru ári, og 11 millj­arðar króna á þriðja og fjórða ári, hvoru um sig.

Gert er ráð fyr­ir 13 millj­örðum króna í leiðina Fjörð-Miklu­braut á ár­un­um 2026-2033, fjór­um millj­örðum á fyrstu þrem­ur ár­un­um en níu á næstu fimm ár­un­um. Á ár­un­um 2027-2028 er gert ráð fyr­ir átta millj­örðum króna í leiðina Keld­ur og Blikastaði. Tveir millj­arðar eru eyrna­merkt­ir leiðinni á fyrsta ári og sex á öðru ári.

Þá ger­ir til­lag­an ráð fyr­ir fimm millj­örðum króna í leiðina Hamra­borg-Lind­ir, þrem­ur millj­örðum á fyrstu tveim­ur ár­un­um en tveim­ur á næstu fimm ár­un­um. Á ár­un­um 2028-2033 er gert ráð fyr­ir 11,5 millj­örðum í leiðina Mjódd-BSÍ, tveim­ur millj­örðum á fyrsta ári en 9,5 millj­örðum á næstu fimm árum. Þá er gert ráð fyr­ir 7,5 millj­örðum til árs­ins 2033 í leiðina Ártún-Spöng en ekki er gert ráð fyr­ir út­gjöld­um í þá leið fyrr en eft­ir árið 2028.

Á þessari teikningu má sjá áformaða legu Borgarlínu í gegnum …
Á þess­ari teikn­ingu má sjá áformaða legu Borg­ar­línu í gegn­um Hlíðar­enda. Teikn­ing/​Borg­ar­lín­an

92 millj­arða króna styrk­ir til al­menn­ings­sam­gangna

Til­laga til sam­göngu­áætlun­ar þeirr­ar sem kynnt var í gær ger­ir ráð fyr­ir rúm­lega 92 millj­arða króna styrkj­um til al­menn­ings­sam­gangna á ár­un­um 2024-2038. Miðað er að því að rúm­lega fjór­ir og hálf­ur millj­arður renni til al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu fyrstu fimm árin eða rúm­ar 900 millj­ón­ir króna á ári og rúm­ir sjö millj­arðar í land­sam­göng­ur á lands­byggðinni á sama tíma eða um einn og hálf­ur millj­arður á ári.

Til­lag­an miðar að vinnu við að aðgengi fyr­ir al­menn­ings­vagna verði sem best við flug­stöðvar, sér­stak­lega við Kefla­vík­ur-, Reykja­vík­ur-, Ak­ur­eyr­ar- og Eg­ilsstaðaflug­völl og stuðlað verði að al­menn­ings­sam­göng­um með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um milli höfuðborg­ar­svæðis­ins og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in á svæðinu.

Teikn­ing/​Borg­ar­lín­an

Mark­mið um já­kvæða byggðaþróun

Til­laga um sam­göngu­áætlun miðar að því að unnið verði að því í sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga að efla al­menn­ings­sam­göng­ur á lands­byggðinni þar sem grund­völl­ur er til þess. Leitað verði leiða til þess að draga úr ferðatíma og tryggja ör­yggi. Heild­stætt leiðakerfi al­menn­ings­sam­gangna milli byggða verði skil­greint með til­liti til sam­ræmdra þjón­ustu­viðmiða og sam­virkni leiða og að mótuð og inn­leidd verði gagn­virk upp­lýs­inga­veita fyr­ir heild­stætt al­menn­ings­sam­göngu­kerfi.

Þá verði mótuð upp­bygg­ingaráætl­un um bætt aðgengi fatlaðs fólks að kerfi al­menn­ings­sam­gangna á landi og í lofti á milli byggða. Horft verði til niður­stöðu skýrslu ÖBÍ um ástand á biðstöðvum sem og á niður­stöðu skýrslu starfs­hóps um stöðu fatlaðs fólks í sam­göng­um. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að ferðalög fatlaðs fólks milli lands­hluta verði auðveld­ari með bættu aðgengi í leiðakerfi al­menn­ings­sam­gangna og með end­ur­bót­um á biðstöðvum al­menn­ings­vagna og flug­stöðvum.

Raun­hæf­um val­kost­um til dag­legra ferða fjölg­ar

Í grein­ar­gerðinni seg­ir að í sam­ræmi við stefnu­mót­un í sam­göngu­mál­um verði þjón­usta al­menn­ings­sam­gangna efld, svo sem með auk­inni samþætt­ingu leiðakerfa á landi, lofti og sjó og inn­leiðingu sam­eig­in­legr­ar upp­lýs­ingagátt­ar.

Seg­ir þá að raun­hæf­um val­kost­um til dag­legra ferða ætti að fjölga með því að efla al­menn­ings­sam­göng­ur og styrkja innviði fyr­ir gang­andi fólk, hjól­reiðar og smáfar­ar­tæki og að græn­ar og öfl­ug­ar al­menn­ings­sam­göng­ur milli höfuðborg­ar­svæðis­ins og Kefla­vík­ur­flug­vall­ar efli ferðaþjón­ustu og bæti þjón­ustu við al­menn­ing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert