Bjóða upp á almenningssamgöngur á rafmagni

Rafmagnsstrætisvagnarnir komast 400 kílómetra á hleðslunni.
Rafmagnsstrætisvagnarnir komast 400 kílómetra á hleðslunni. Ljósmynd/Aðsend

Akranes er fyrsta bæjarfélagið á Íslandi sem býður upp á almenningssamgöngur sem eingöngu ganga á rafmagni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað. 

Nýju rafmagnsstrætisvagnarnir verða frumsýndir á morgun af Hópferðabílum Reynis Jóhannssonar, ásamt nýrri hleðslustöð. Í útboði bæjarins um innanbæjarakstur strætisvagna varð gerð krafa um að aðalbíll skyldi vera rafmagnsbíll.

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ákváðu þó að hafa báða vagnana rafmagnsknúna sem þýðir að Akraneskaupstaður er fyrsta bæjarfélagið sem býður upp á almenningssamgöngur sem eingöngu ganga á rafmagni. 

Vagnarnir eru framleiddir í Kína og hafa verið prófaðir við veðurskilyrði sem líkjast íslensku veðurfari. Bæði Norðmenn og Svíar hafa notað sömu gerð vagna yfir hávetur sem hefur gefið góða raun. Vagnarnir komast tæplega 400 kílómetra á hleðslunni og tekur um fjórar klukkustundir að fullhlaða þá. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert