Ekki ólíklegt að Hagkaup hefji áfengissölu

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, telur óhætt að hefja undirbúning áfengissölu …
Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, telur óhætt að hefja undirbúning áfengissölu í versluninni.

Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaupa, seg­ir ekki ólík­legt að áfeng­is­versl­un opni í net­versl­un Hag­kaupa á kom­andi miss­er­um.  

„Við erum far­in að skoða und­ir­bún­ing á ein­hvers­kon­ar út­færslu á vef­versl­un á kom­andi mánuðum eða miss­er­um.“

Heild­sölu­versl­un­in Costco hóf í gær sölu á áfengi í net­versl­un sinni fyr­ir ein­stak­linga, en kaup­end­ur geta stofnað aðgang á síðu versl­un­ar­inn­ar, pantað áfengið og sótt á lag­er. 

Sig­urður seg­ir Hag­kaup þegar vera með vef­versl­un fyr­ir snyrti­vör­ur, leik­föng, sér­vör­ur og ný­lega veisluþjón­usta, og sé því með vett­vang þar sem auðvelt væri að reka áfeng­is­sölu. 

Hið op­in­bera leyfi rekst­ur­inn 

Hann seg­ir Hag­kaup hafa ákveðið að vera ekki fremst í flokki í svona til­raun­um á sín­um tíma, en það sé að verða ljóst að versl­an­irn­ar fái að opna og vera starf­rækt­ar án inn­gripa frá yf­ir­völd­um. 

„Maður get­ur ekki túlkað það öðru­vísi en að hið op­in­bera sé í raun­inni að leyfa þenn­an rekst­ur,“ seg­ir Sig­urður, en hann seg­ir viðhorf fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart áfeng­is­sölu í net­versl­un­um vera að breyt­ast. 

Sig­urður seg­ir fyr­ir­tækið upp­haf­lega hafa ótt­ast að yf­ir­völd myndu beita sekt­um eða fara í mála­ferli. Nú sé hins veg­ar orðið ljóst að mót­læti yf­ir­valda við söl­unni sé lítið sem ekk­ert. 

„Við túlk­um að okk­ur sé óhætt að byrja og hefja und­ir­bún­ing,“ seg­ir Sig­urður, en hann seg­ir að ferlið muni taka ein­hverja mánuði „en vinn­an við það er bara far­in af stað.“

Heimkaup hóf heimsendingar á áfengi í fyrra, en Costco opnaði …
Heim­kaup hóf heimsend­ing­ar á áfengi í fyrra, en Costco opnaði net­versl­un á áfengi í gær með „smelltu og sæktu þjón­ustu,“ Heiðar Kristjáns­son

Inn­lend fé­lög ekki stöðvuð í áfeng­is­sölu

Sig­urður tel­ur að hið op­in­bera sé komið í klemmu vegna stöðunn­ar „Það er nátt­úru­lega ekki sann­gjarnt að þú get­ur pantað vín úr er­lendri vef­versl­un og fengið sent heim til þín, en ekki á Íslandi. Ég held að það stand­ist ekki skoðun þegar allt er lagt á borðið.“

Vín­versl­un­in San­te var fyrst til að finna leið í kring um lög­gjöf um áfeng­is­sölu, með því að selja áfengi í gegn um er­lent fé­lag, sem held­ur úti vörula­ger hér á landi. Sig­urður kveðst hins veg­ar vita til inn­lendra fé­laga sem hafi látið reyna á áfeng­is­sölu í vef­versl­un og það hafi ekki held­ur verið stöðvað.

Spurður kveðst hann ekki telja að yf­ir­völd muni grípa inn þegar stærri versl­an­ir slást í leik­inn á sölu áfeng­is á net­inu. „Hvenær verður áfeng­issala gef­in frjáls í mat­vöru­versl­un­um. Það er stóra skrefið sem menn kannski bíða eft­ir í fram­hald­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert