Ellen B. er sýning ársins

Benedikt Erlingsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í …
Benedikt Erlingsson var verðlaunaður fyrir bestan leik í aukahlutverki í Ellen B. eftir Marius von Mayenburg. Ljósmynd/Jorri

Leiksýningin Ellen B. í sviðsetningu Þjóðleikhússins og danssýningin Geigengeist í sviðsetningu Íslenska dansflokksins í samstarfi við teknófiðludúettinn Geigen hlutu flest Grímuverðlaun í ár, eða samtals þrenn hvor sýning, þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn í Borgar­leikhúsinu í fyrr í kvöld.

Danssýningunni Geigengeist er lýst sem upplifunarverki.
Danssýningunni Geigengeist er lýst sem upplifunarverki. Ljósmynd/Axel Sigurðarson

Alls skiptu tíu sýningar með sér verðlaunum kvöldsins sem voru veitt í 19 flokkum. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands hlaut Arnar Jónsson.

Ellen B. var valin sýning ársins, Benedict Andrews var verðlaun­aður fyrir leikstjórn sína og Benedikt Erlingsson fyrir leik sinn í aukahlutverki. Geigengeist var verðlaunuð fyrir búninga sem ­Alexía Rós Gylfadóttir og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir hönnuðu, lýsingu Kjartans Þórissonar og tónlist Gígju Jónsdóttur og Péturs Eggertssonar.

Íslandsklukkan hlaut tvenn verðlaun, fyrir leik Hallgríms Ólafssonar og hljóðmynd …
Íslandsklukkan hlaut tvenn verðlaun, fyrir leik Hallgríms Ólafssonar og hljóðmynd Unnsteins Manuels Stefánssonar. Ljósmynd/Unnsteinn Manuel Stefánsson

Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson var valið leikrit ársins. Fyrir leik sinn í aðalhlutverki voru verðlaunuð Nína Dögg Filippusdóttur fyrir frammistöðu sína í Ex og Hallgrímur Ólafsson í Íslandsklukkunni. Íris Tanja Flygenring var verðlaunuð fyrir bestan leik í aukahlutverki í leikritinu Samdrættir.

Björgvin Franz Gíslason var verðlaunaður sem söngvari ársins fyrir frammistöðu …
Björgvin Franz Gíslason var verðlaunaður sem söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í Chicago. Ljósmynd/Ármann Hinrik

Björgvin Franz Gíslason var valinn söngvari ársins fyrir frammistöðu sína í Chicago og Lee Proud var verðlaunaður fyrir dans- og sviðshreyfingar í sömu sýningu. Þyri Huld Árnadóttir var bæði dansari og danshöfundur ársins fyrir Hringrás. Barnasýning ársins var valin Draumaþjófurinn, en verðlaunin voru veitt án tilnefningar þetta árið. 

Þyri Huld Árnadóttir var verðlaunuð sem bæði dansari og danshöfundur …
Þyri Huld Árnadóttir var verðlaunuð sem bæði dansari og danshöfundur ársins fyrir verkið Hringrás. Ljósmynd/Saga Sig

Handhafar Grímunnar, Íslensku sviðslistaverðlaunna, árið 2023

  • ​Sýning ársins: Ellen B.
  • Leikrit ársins: Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
  • Leikstjóri ársins: Benedict Andrews – Ellen B.
  • Leikari í aðalhlutverki: Hallgrímur Ólafsson – Íslands­klukkan
  • ​Leikari í aukahlutverki: Benedikt Erlingsson – Ellen B.
  • ​Leikkona í aðalhlutverki: Nína Dögg Filippusdóttir – Ex
  • ​Leikkona í aukahlutverki: Íris Tanja Flygenring – Samdrættir
  • Leikmynd: Mirek Kaczmarek – Prinsessu­leikarnir
  • Búningar: Alexía Rós Gylfadóttir og Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir – Geigengeist
  • Lýsing: Kjartan Þórisson – Geigengeist
  • ​Tónlist: Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist
  • Hljóðmynd: Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan
  • ​Söngvari: Björgvin Franz Gíslason – Chicago
  • Dansari: Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
  • ​Danshöfundur: Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
  • ​Dans- og sviðshreyfingar: Lee Proud – Chicago
  • ​Barnasýning ársins: Draumaþjófurinn
  • Sproti ársins: Grasrótarstarf óperulistamanna
  • Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2023: Arnar Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert