Engin heimild fyrir áfangaheimili

27 manns bjuggu í húsnæðinu þegar eldur kom upp í …
27 manns bjuggu í húsnæðinu þegar eldur kom upp í febrúar á þessu ári og mildi að ekki fór verr, en brunavarnir voru ekki nógar. mbl.is/sisi

„Það eru búnar að vera framkvæmdir í Vatnagörðum 18 þrátt fyrir að engin leyfi hafi verið gefin út fyrir breytingum eða rekstri áfangaheimilis á þessu svæði,“ segir Ívar Pálsson, hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum, en eigendur Vatnagarða 16-18 (utan Efstasunds 66 ehf.) og Vatnagarða 20 hafa ráðið hann til að verja sína hagsmuni vegna fyrirtækisins Betra lífs sem rak áfangaheimili í Vatnagörðum 18.

Þar varð stórbruni 17 febrúar sl. og fimm íbúar voru fluttir á slysadeild. Níu dögum áður en bruninn varð var ljóst að brunavörnum væri áfátt á staðnum, sem ekki var hannaður fyrir búsetu fjölda manns, en 27 voru á áfangaheimilinu þegar bruninn varð.

Níu dögum áður en bruninn varð var ljóst að brunavörnum …
Níu dögum áður en bruninn varð var ljóst að brunavörnum væri áfátt á staðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ívar segir að sambúð nágrannanna og Betra lífs hafi ekki verið góð eins og fram hafi komið í fjölmiðlum. Ekki sé hægt að tryggja öryggi íbúa í húsnæði sem ekki sé hannað til íbúðar til lengri eða skemmri tíma. Hvorki sé heimild byggingafulltrúa til að halda áfram sömu starfsemi, né geri deili- og aðalskipulag ráð fyrir gistirekstri þarna.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert