Hjólhýsi eins og hráviði á Laugarvatni

Veðrið sett svip sinn á hjólhýsahverfið í vetur.
Veðrið sett svip sinn á hjólhýsahverfið í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna mikilla rigninga í vor hefur gengið erfiðlega að rýma hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segist hafa átti von á því að hjólhýsaeigendur í hjólhýsahverfinu yrðu búnir að rýma svæðið í byrjun maí. 

Ákvörðun þess efnis að loka tjaldsvæðinu á Laugarvatni var tekin af sveitastjórn Bláskógabyggðar í september 2020, í kjölfar þess að eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni ári áður. Ljóst var að öryggi fólks á svæðinu væri verulega ábótavant, ef upp kæmi eldur. 

Í ákvörðuninni fólst að endurnýja ekki samninga við leigutaka, þannig yrðu engir samningar í gildi að tveimur árum liðnum eða í september 2022. 

Nú eru tæplega níu mánuðir liðnir, frá því að tvö ár voru síðan ákvörðunin var tekin og enn eru leifar af hjólhýsum, sólpöllum og öðrum lausa munum á svæðinu. 

Enn er eitthvað eftir að hjólhýsum og öðrum eigum fólks …
Enn er eitthvað eftir að hjólhýsum og öðrum eigum fólks á svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ásta segir óhjákvæmilegt að einhver frágangur lendi á sveitarfélaginu þar …
Ásta segir óhjákvæmilegt að einhver frágangur lendi á sveitarfélaginu þar sem erfitt er að átta sig á því hver á hvað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fengu vorið til að tæma svæðið

Í samtali við mbl.is sagði Ásta að hún hefði átt von á því að búið yrði að rýma svæðið í byrjun maí, en leigjendur fengu vorið til þess að hreinsa svæðið. Það hafi hins vegar gengið erfiðlega vegna mikilla rigninga að sögn Ástu. Fólk hefur því ekki komist inn á svæðið til þess að tæma. 

Erfiðilega hefur gengið að rýma svæðið í vor vegna mikilla …
Erfiðilega hefur gengið að rýma svæðið í vor vegna mikilla rigninga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjólhýsaeigendur sem enn áttu hjólhýsi á svæðinu í vor fengu bréf frá sveitarfélaginu þar sem þeir voru beðnir um að tæma svæðið. Ásta sagði marga hafa brugðist við því. Aðrir sem ekki hafa rýmt svæðið eru að sögn Ástu í góðu sambandi við sveitarfélagið og munu að öllum líkindum rýma svæðið á næstu dögum. 

Ásta segir þó óhjákvæmilegt að einhver frágangur lendi á sveitarfélaginu þar sem erfitt er að átta sig á því hver á hvað. Það eigi þó eftir að fara yfir það hvernig því verði háttað en að sögn Ástu verður það „ekki gert fyrr en fólk er farið“

Ekki búið að ákveða hvað á að koma í staðinn

Spurð hvað sveitarfélagið áætlaði að gera við svæðið sagði Ásta ekkert ákveðið í þeim efnum. Hún sagði þó ólíklegt að svæðið yrði tekið undir byggð, líklega yrði þar frekar einhverskonar útivistarsvæði. 

Þær ákvarðanir verða að sögn Ástu teknar í samráði við íbúa, líklegast að sumrinu loknu. 

Á sumum lóðum þar sem búið er að fjarlægja hýsi …
Á sumum lóðum þar sem búið er að fjarlægja hýsi standa enn sólpallar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert