Kaupmáttur dregist saman um 4,8%

Heildartekjur heimilanna jukust um 11,5 prósent, en áætlað er að …
Heildartekjur heimilanna jukust um 11,5 prósent, en áætlað er að heildargjöld heimilanna hafi einnig aukist um 15,5 prósent. mbl.is/Golli

Hagstofan áætlar að heildargjöld heimilanna hafi aukist meira en heildartekjur þeirra. Einnig áætlar Hagstofan að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 4,8 prósent og vísitala neysluverðs hækkað um 10 prósent.

Ráðstöfunartekjur á mann námu rúmlega 1,26 milljónum króna á ársfjórðungnum og jukust um 4,7 prósent frá sama tímabili í fyrra. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hafi dregist saman um 4,8 prósent á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkaði um 10 prósent á sama tímabili.

Áætlað er að ráðstöfunartekjur heimila hafi aukist um 8,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 í samanburði við sama tímabil fyrra árs.

Heildartekjur aukast um 11,5% en heildargjöld um 15,5%

Heildartekjur heimilanna jukust um 11,5 prósent  á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra, en áætlað er að heildargjöld heimilanna hafi einnig aukist um 15,5 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við sama ársfjórðung í fyrra.

Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur almannatryggingakerfisins jukust um 6,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2023 samanborið við fyrsta ársfjórðung árið 2022. Líífeyristekjur hækkuðu um 18,3 prósent en það er sá liður sem vegur hvað þyngst í hækkuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert