Mikil umferðarteppa vegna vegaframkvæmda

Mynd frá umferðinni á Bústaðarvegi.
Mynd frá umferðinni á Bústaðarvegi. mbl.is/Hólmfríður María

Mikil umferðarteppa myndaðist frá Kringlumýrarbraut að Bústaðarvegi í kvöld. Verið er að fræsa Hafnarfjarðarveg, frá beygjurein við Bústaðarveg í átt að Hamraborg. mbl.is barst fjöldi ábendinga um umferðarteppuna.

Hafnarfjarðarvegur er því lokaður til suðurs við Bústaðaveg og umferð beint um hjáleið upp á Bústaðaveg. Vonast er eftir því að verkinu ljúki fyrir klukkan 02:00. 

Á morgun verður svo hið sama upp á teningnum en þá verður malbikað. Framkvæmdir hefjast þá klukkan 19:00. 

Byrjað var snemma á framkvæmdum til að tryggja að þær myndu ekki hafa áhrif á umferðina í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert