Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir auglýsir eftir aðilum til að bjóða í byggingu og útleigu aðstöðu fyrir heilsugæslu í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Víkurfrétta.
Heilsugæslan kemur til með að þjónusta 15.000 manns og verður húsnæði hennar 1.640 fermetrar að stærð. Í auglýsingunni segir að leitað sé að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja heilsugæslu á einni hæð og að ríkið myndi í framhaldinu leigja aðstöðuna til 25 ára.
Lóðin sem Reykjanesbær leggur til er Stapabraut 2 í Innri-Njarðvík og ef verkinu verður skilað á tilsettum tíma þá verður heilsugæslan tilbúin sumarið 2025.
Heilsugæslan Höfða starfrækir heilsugæslu á Aðaltorgi í Reykjanesbæ en sú stöð hefur starfsemi sína og þjónustu við íbúa á hausti komanda.