Segir 20%-reglu hamlandi og vill breytingar

Þórey S. Þórðardóttir.
Þórey S. Þórðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir mikilvægt að endurskoðun fari fram á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og metið verði hvort gildandi lagaákvæði séu of takmarkandi.

Í því sambandi segir hún að einkum hafi verið rætt um þá reglu að lífeyrissjóðir megi að hámarki eiga 20% í hverju félagi, sbr. 36.gr.c. 7.mgr. laganna. 

Samkvæmt lögunum gilda ýmsar magnbundnar takmarkanir á fjárfestingum lífeyrissjóða, en þær hömlur geta komið í veg fyrir aðkomu lífeyrissjóða að ýmsum verkefnum. 

Vegna gildandi laga er erfiðara fyrir lífeyrissjóði en aðra að …
Vegna gildandi laga er erfiðara fyrir lífeyrissjóði en aðra að fjármagna ýmis verkefni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dregur úr áhuga á fjármögnun nýbygginga

Þórunn segir að ef ekki væri fyrir umræddar magnbundnar takmarkanir myndu lífeyrissjóðir sýna ýmsum mikilvægum verkefnum frekari áhuga og nefnir sem dæmi fjármögnun nýbygginga á fasteignamarkaðinum. 

Nú er unnið að grænbók um lífeyrissjóðakerfið og mikilvægt að þar verði umfjöllun um þær reglur sem þykja hamlandi fyrir lífeyrissjóði til að koma að verðugum verkefnum, svo sem fjármögnun nýbygginga,“ greinir hún frá. 

„Umrædd regla um hámark 20% eignarhlut í hverju félagi og að hámark heildareigna lífeyrissjóða í óskráðum eignum sé 20% getur verið afar hamlandi þegar kemur að fjármögnun ákveðinna verkefna en þar má nefna sem dæmi uppbyggingu fasteigna til útleigu og sjálfbærar fjárfestingar," bætir hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert