Sláturhús Stjörnugríss notar gas á svínin

Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi notar gas til að deyfa svín …
Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi notar gas til að deyfa svín fyrir blóðgun. Samsett mynd

Slát­ur­hús Stjörnugríss á jörðinni Salt­vík á Kjal­ar­nesi not­ar gas til að deyfa svín fyr­ir blóðgun. Þetta staðfest­ir Sig­urður Bernts­son, rekstr­ar­stjóri Stjörnugríss, í sam­tali við mbl.is.

Hann ít­rek­ar þó að þetta sé ný­stár­leg­asta og mannúðleg­asta leiðin til að deyfa svín enn sem komið er.

„Ég held að þetta sé besta fá­an­lega tækni sem hægt er að nota í dag. Þetta er einn sárs­aukaminnsti dauðdagi sem til er. Dýr­in líða bara út af og sofna. Ég hef ekk­ert orðið var við ein­hver ösk­ur eða læti.“

Eitt­hvað farið úr­skeiðis í mynd­skeiðinu

Eins og greint var frá fyrr í dag not­ar eitt svínaslát­ur­hús af fjór­um hér á landi kolt­víoxíðgas til að deyfa svín áður en þau eru blóðguð. Hin þrjú slát­ur­hús­in nota rafdeyf­ingu þar sem raf­klemma er sett á höfuð dýrs­ins og raf­magni hleypt í gegn.

Sig­urður seg­ist ekki enn sem komið er hafa séð mynd­skeiðið sem breska dag­blaðið Guar­di­an birti af svín­um í slát­ur­klefa í slát­ur­húsi í Bretlandi þar sem kolt­víoxíðgas var notað til að deyfa fjög­ur svín í einu sem virt­ust mjög óró­leg. Hann seg­ir að eitt­hvað hafi lík­lega farið úr­skeiðis í um­ræddu mynd­skeiði.

„Það hlýt­ur að hafa verið eitt­hvað að þarna. Þessi dýr sofna bara eins og all­ir sem fara í kolt­víoxíð. Þetta er senni­lega einn skásti dauðdag­inn. Það hef­ur eitt­hvað farið úr­skeiðis á skömmt­un á kolt­víoxíð.“

Und­ir eft­ir­liti á hverj­um degi

Sig­urður seg­ir að Stjörnugrís hafi not­ast við gas til að deyfa svín­in í þó nokk­ur ár og að það hafi alltaf reynst vel. Hann ít­rek­ar að þau séu með mæla og ýmsa tækni sem tryggi það að svín­in séu gösuð með sem best­um hætti.

Hann bend­ir jafn­framt á að þau séu und­ir ströngu eft­ir­liti og ætti Mat­væla­stofn­un (MAST) því að vita ef eitt­hvað fer úr­skeiðis. Tveir dýra­lækn­ar frá MAST eru viðstadd­ir í slát­ur­hús­inu öll­um stund­um við deyf­ingu.

Gas betri en raf­klemma

Sig­urður seg­ir þá aðferð að gasa svín­in vera enn betri en að not­ast við raf­klemmu. Að hans sögn verða dýr­in minna stressuð þegar þau missa meðvit­und vegna gass­ins miðað við þegar þau eru deyfð með raf­magni. Hann seg­ir þetta skila sér í betri gæðum í kjöti.

„Þetta er besta fá­an­lega tækni sem völ er á í dag. Hún er betri fyr­ir dýr­in og líka kjöt­gæðal­ega þar sem stressið er ekki til staðar í dýr­un­um og þá eru gæði kjöts­ins svo marg­falt meiri en ef væri verið að hleypa raf­losti í gegn­um dýrið til að deyfa það.“

Spurður hvort Stjörnugrís ætli að skoða nýj­ar leiðir til að deyfa svín­in fyr­ir blóðgun svar­ar Sig­urður því neit­andi og bend­ir á að eng­in betri tækni sé til staðar í augna­blik­inu eft­ir því sem hann best veit.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka