„Það er steikjandi hiti og það er eiginlega erfitt að vera í vinnufötunum því það er svo heitt,“ þetta segir Inga Lilja Snorradóttir, starfsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað, en hitinn mælist í tæplega 25 gráðu hita á Hallormsstað.
Hún starfar á tjaldsvæðinu í Atlavík, sem Skógræktin rekur, og viðurkennir að erfitt sé að öfunda ekki gesti sem eru að spóka sig í sólinni. Það er engin eftirhádegiskría (s. siesta) á Íslandi eins og á Spáni en það er þó nýtt ýmsar leiðir til að kæla niður starfsmenn í hitanum. „Við fengum ís núna klukkan þrjú í dag til að kæla okkur niður," segir hún og hlær.
Hún segir helling af fólki vera komið í sólina á Hallormsstað til að njóta. Allt frá túristum yfir í Íslendinga sem lögðu leið sína hvaðan af landinu til að njóta.