Vegabótum í Mosfellsdal verði flýtt

Til stendur að breyta veginum og lagfæra hann, m.a. í …
Til stendur að breyta veginum og lagfæra hann, m.a. í því skyni að auka og bæta umferðaröryggi á þessari mjög svo fjölförnu leið. mbl.is/Sigurður Bogi

„Að fyrirhuguðum framkvæmdum í dalnum verði flýtt eins og kostur er til að auka umferðaröryggi er afar mikilvægt,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Á teikniborði Vegagerðar er að endurbæta Þingvallaveg í Mosfellsbæ. Til stendur að breikka veginn og útbúa þar tvö hringtorg og undirgöng.

Verkefni þessu eru eyrnamerktar 450 milljónir króna á öðru tímabili gildandi samgönguáætlunar, því sem gildir um árin 2025-2029. Ætla má þó að kostnaður við verkefnið verði umtalsvert meiri. Deiliskipulag fyrir svæðið var gert árið 2017.

Að sögn Regínu hefur umhverfissvið Mosfellsbæjar rætt við Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir um samstarf vegna fyrirhugaðs útboðs á endurbótum á bílastæði og aðkomuvegi að Gljúfrasteini – húsi skáldsins. Slíkt þykir brýnt, því þegar ekið er út af bílastæðinu á Gljúfrasteini og beygt þar til vinstri verður að þvera Þingvallaveginn með vinkilbeygju í aflíðandi brekku, með allri þeirri slysahættu sem fylgir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert