Á­ætlað verð fyrir raf­byssur 54 milljónir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áætlað er að embætti ríkislögreglustjóra muni festa kaup á 120 rafbyssum fyrir 54 milljónir króna. 

Þessu greinir Heimildin frá. 

Rafbyssunotkun íslensku lögreglunnar hefur verið mikið rædd á síðustu misserum enda mjög skiptar skoðanir um það hvort æskilegt sé að leyfa notkun þeirra.

Greinir Heimildin frá því að eftir þessi fyrstu kaup gætu viðskiptin orðið meiri eftir því sem fram líða stundir. Þá sé umrætt verð gefið upp án virðisaukaskatts.

Markaðskönnun Ríkiskaupa á EES-svæðinu hafi leitt í ljós að eina fyrirtækið sem hefði áhuga á að selja lögreglunni rafbyssur væri íslenskt fyrirtæki að nafni Landstjarnan ehf., en fyrirtækið er sagt vera með umboð fyrir Axon-rafbyssur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert