Ættbogi Svandísar gefst ekki upp þegar á hólminn er komið

Álftin hefur snúið aftur eftir langa fjarveru.
Álftin hefur snúið aftur eftir langa fjarveru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fuglaáhugafólk á Seltjarnarnesi getur tekið gleði sína á ný því álftin hefur snúið aftur á Bakkatjörn eftir langa fjarveru. Líklegt þykir að um sé að ræða álftir úr ættboga hinnar ástsælu Svandísar Sigurgeirsdóttur sem hélt á vit feðra sinna fyrir fáeinum árum.

Álftin Svandís varð landsþekkt árið 1994 þegar hún sást hreiðra um sig í Sigurgeirshólma sem þá hafði nýlega verið reistur í Bakkatjörn. Hólminn var nefndur í höfuðið á Sigurgeiri Sigurðarsyni, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness, sem lét reisa hann. Þór Sigurgeirsson, núverandi bæjarstjóri Seltjarnarness og sonur Sigurgeirs, segir komu Svandísar hafa þótt fagnaðarefni á sínum tíma þrátt fyrir að ekki hafi allir verið sammála um ágæti hólmans.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka