Ákvörðun um ráðherraskipti á sunnudag

Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudaginn.
Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á mánudaginn. Samsett mynd

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðaður til fundar á sunnudaginn kemur þar sem ákvörðun um væntanleg ráðherraskipti verður tekin. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum daginn eftir, mánudaginn 19. júní, þar sem ráðherraskipti fara fram, en ráð er fyrir því gert að Guðrún Hafsteinsdóttir taki þá sæti í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar, eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað.

Þessa dagana er Bjarni að ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að kanna hug þeirra til þessara mála og sýnist þar sitt hverjum. Samkvæmt heimildum blaðsins er hann undir nokkrum þrýstingi, bæði af hálfu þeirra sem vilja Guðrúnu í ríkisstjórn og einnig frá hinum sem vilja ekki að Jón víki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert