Framkvæmdir vega þungt

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti tillögu til samgönguáætlunar í vikunni. …
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti tillögu til samgönguáætlunar í vikunni. Vegaframkvæmdir verða fyrirferðamiklar á fyrstu fimm árum samgönguáætlunar. Samsett mynd

Útgjöld til sam­gangna á fjár­mála­áætl­un fyr­ir tíma­bilið 2024-2028 nema rúm­um 263 millj­örðum ef til­laga um sam­göngu­áætlun nær fram að ganga. Stærst­ur hluti út­gjald­anna renn­ur til vega­gerðar, eða rúm­ir 205 millj­arðar á tíma­bil­inu og þar af tæp­ir 136 millj­arðar í fram­kvæmd­ir á vega­kerf­inu sjálfu.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra kynnti til­lög­una í vik­unni.

78% til vega­gerðar

Lang­mest út­gjöld renna til vega­gerðar eða rúm­ir 205 millj­arðar á tíma­bil­inu. Rúm­lega 21,5 millj­arðar fer til flug­valla og flug­leiðsöguþjón­ustu, tæp­ir 14 millj­arðar til Sam­göngu­stofu, tæp­ir 13 millj­arðar til Betri sam­gangna í gegn­um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Hafna­bóta­sjóður fær tæp­lega 7,7 millj­arða og Rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa rúm­lega 850 millj­ón­ir. Vara­sjóður sam­göngu­mála tel­ur þá 1.100 millj­ón­ir.

Tveir þriðju í fram­kvæmd­ir á vega­kerf­inu

Af þeim rúm­um 205 millj­örðum sem renna til vega­gerðar á fjár­mála­áætl­un fyr­ir tíma­bilið 2024-2028 renna tæp­ir 136 millj­arðar í fram­kvæmd­ir á vega­kerf­inu sjálfu. Gert er ráð fyr­ir um 26 millj­arða til tæp­lega 28 millj­arða króna út­gjöld­um á árs­grund­velli. 

Næst stærsti út­gjaldaliður­inn til vega­gerðar er sjálf þjón­ust­an. Með þjón­ustu er átt við all­ar þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað á vega­mann­virkj­um og vegsvæðum að minnsta kosti einu sinni á ári til þess að viðhalda viðun­andi ástandi og upp­fylla þær kröf­ur sem gerðar eru. Mark­miðið er að þjón­ust­an end­ur­spegli þarf­ir sam­fé­lags­ins hverju sinni með til­liti til bú­setu og at­vinnu­hátta og að gagn­sæ­is og hag­kvæmni sé gætt í hví­vetna, að því er fram kem­ur í grein­ar­gerð með til­lög­unni.

Til þjón­ustu telst bæði al­menn þjón­usta og vetr­arþjón­usta. Þjón­ustu­stig vetr­arþjón­ustu verður end­ur­metið ár­lega með til­liti til svig­rúms inn­an fjár­mála­áætl­un­ar. Rúm­ir 33 millj­arðar króna fara í þjón­ustu á tíma­bil­inu, tæp­lega 7 millj­arðar ár­lega.

Styrk­ir til al­menn­ings­sam­gangna á ár­un­um 2024-2028 nema rúm­um 29 millj­örðum ef til­lag­an nær fram að ganga eða tæp­lega 6 millj­örðum króna á ári. Á 15 ára tíma­bili sam­göngu­áætlun­ar er gert ráð fyr­ir 63 millj­örðum til viðbót­ar á síðustu 10 árum henn­ar.

880 millj­ón­ir króna á ári renna til sjó­sam­gangna eða 4,4 millj­arðar á tíma­bil­inu og tæp­lega 1.700 millj­ón­ir til fram­kvæmda við vita, hafn­ir og ferj­ur eða á bil­inu tæp­lega 300 til tæp­lega 400 millj­ón­ir á ári.

Þá er gert ráð fyr­ir tæp­um 270 millj­ón­um á árs­grund­velli í al­menn­an rekst­ur eða rúm­ar 1.300 millj­ón­ir á tíma­bil­inu.

Hefja und­ir­bún­ing Siglu­fjarðarsk­arðsganga og Hval­fjarðarganga 2

Und­ir­bún­ing­ur vegna bæði Siglu­fjarðarsk­arðsganga og Hval­fjarðarganga 2 hefst á næsta ári með 100 millj­óna króna út­gjöld­um og þá verða aðrar 10 millj­ón­ir sett­ar í und­ir­bún­ing vegna ganga milli Ólafs­fjarðar og Dal­vík­ur á sama tíma. Á ár­inu 2025 renna 100 millj­ón­ir til viðbót­ar í und­ir­bún­ing vegna Siglu­fjarðarsk­arðs og Hval­fjarðar sem og 30 millj­ón­ir vegna Ólafs­fjarðar-Dal­vík­ur og árið 2026 verða 150 millj­ón­ir sett­ar í Siglu­fjarðarsk­arð, 100 millj­ón­ir í Hval­fjörð og aðrar 30 í Ólafs­fjörð-Dal­vík. 

Til­laga til sam­göngu­áætlun­ar ger­ir ráð fyr­ir því að Fjarðar­heiðargöng verði eft­ir sem áður í efsta for­gangi. Þó hefjast fram­kvæmd­ir við þau ekki fyrr en árið 2025 þegar sjö millj­arðar renna til fram­kvæmd­ar­inn­ar. Á ár­inu 2026 verða millj­arðarn­ir níu og hálf­um bet­ur árið 2027. Árið 2028 er gert ráð fyr­ir átta millj­örðum í fram­kvæmd­ina og 13 millj­örðum til viðbót­ar á ár­un­um 2029-2033. Gert er ráð fyr­ir að göng­in verði fjár­mögnuð með gjald­töku af um­ferð.

Önnur jarðgöng sam­kvæmt jarðganga­áætl­un munu útheimta fimm millj­arða króna út­gjöld á ár­inu 2027 og sjö millj­arða á ár­inu 2028. Þá er gert ráð fyr­ir 64,5 millj­örðum á ár­un­um 2029-2033 og 61 millj­arði á ár­un­um 2034-2038 í önn­ur jarðgöng sam­kvæmt jarðganga­áætl­un. At­hygli skal þó vak­in á því að gert er ráð fyr­ir að önn­ur jarðgöng verði fjár­mögnuð með gjald­töku af um­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert