Leitin að Sigrúnu heldur áfram

Leitin að Sigrúnu Arngrímsdóttur stendur enn yfir.
Leitin að Sigrúnu Arngrímsdóttur stendur enn yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurnesjum hefur leitað Sigrúnar Arngrímsdóttur bæði á landi og úr lofti frá því um hádegisbil þann 13. júní. Leitin hefur ekki enn borið árangur, en þann 12. júní barst lögreglunni tilkynning um yfirgefna bifreið við Suðurstrandarveg. 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér rétt í þessu. 

Verið er að endurskipuleggja leitarsvæðið og mun leit halda áfram, en samkvæmt lögreglunni eru litlar vísbendingar til staðar um hvar Sigrún gæti verið. Lögreglan ítrekar að ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Sigrúnar eigi að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 4442299 eða neyðarlínuna 1-1-2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert