Veðurskilyrði urðu til þess að útblástur frá skemmtiferðaskipinu Costa Favolosa hékk yfir Seyðisfirði í morgun.
Skipið stendur rétt fyrir utan höfnina á Seyðisfirði og brennir þar dísilolíu eins og önnur skemmtiferðaskip gera jafnan.
Blankalogn var í morgun og myndaði útblásturinn mengunarský sem lagði yfir fjörðinn.
Um leið og hreyfði vind hvarf mistrið, að sögn íbúa á Seyðisfirði. Mistrið lagði ekki yfir bæinn sjálfan.