Skálmöld fær styrk upp á 700 þúsund krónur

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og styrkhafar í anddyri …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og styrkhafar í anddyri Safnahússins. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Íslenska þung­arokks­hljóm­sveit­in Skálmöld er í hópi þeirra sem hljóta styrk úr Hljóðrita­sjóði fyr­ir verk­efni sem nefn­ist Ýdal­ir. Hljóðrita­sjóður veit­ir styrki til hljóðrit­un­ar á nýrri og frum­sam­inni tónlist. Ein­stak­ling­ar, hljóm­sveit­ir, út­gáfu­fyr­ir­tæki og aðrir sem koma að hljóðrit­un tón­list­ar geta sótt um.

Í til­kynn­ingu frá menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu kem­ur fram að styrkj­um hafi verið út­hlutað úr Hljóðrita­sjóði og Tón­list­ar­sjóði. Úthlut­un­ar­at­höfn­in fór fram í Safna­hús­inu í dag.

Í þess­ari fyrri út­hlut­un úr hljóðrita­sjóði fyr­ir árið 2023 eru veitt­ar 19 millj­ón­ir til 60 verk­efna en um­sókn­ir voru alls 204 tals­ins. Styrkupp­hæðir eru á bil­inu 150 til 800 þúsund krón­ur og hæstu styrki hljóta Hærra ehf., sem fær 800.000 krón­ur, og Skálmöld, sem fær 700.000 krón­ur. 27 styrk­ir fara til ým­iss kon­ar rokk-, hipp-hopp- og popp­verk­efna, 13 styrk­ir til sam­tíma­tón­list­ar af ýms­um toga, 7 styrk­ir til fjöl­breyttra djassverk­efna og 13 styrk­ir til ým­issa ann­ars kon­ar tón­list­ar­verk­efna.

Alda Music ehf. hlýt­ur einnig tvo styrki: ann­ars veg­ar upp á 350.000 kr. styrk vegna breiðskífu söng­kon­unn­ar El­ín­ar Hall og hins veg­ar upp á 250.000 kr. vegna breiðskífu hljóm­sveit­ar­inn­ar Su­per­sport.

Óper­an í mik­illi sókn

Í dag fór einnig fram seinni út­hlut­un úr Tón­list­ar­sjóði fyr­ir árið 2023. Alls bár­ust 207 um­sókn­ir og sótt var um 234 millj­ón­ir. Til út­hlut­un­ar voru hins veg­ar aðeins 38 m.kr. og eru 65 verk­efni styrkt að þessu sinni. Hæstu styrki fá Sin­fón­íu­hljóm­sveit Suður­lands og Pera Óperu­kollektíf, 2.000.000 hvor.

Sex styrk­haf­ar fá eina millj­ón hver og eru þeir Lunga, Múl­inn jazz­klúbb­ur, Þjóðlaga­hátíðin á Sigluf­irði, Þór­unn Guðmunds­dótt­ir fyr­ir æv­in­týra­óper­ur sín­ar, Tón­list­ar­hátíðin Erkitíð og Íslenska Schumann­fé­lagið fyr­ir tón­list­ar­hátíðina Seiglu.

Alls hljóta sjö verk­efni tengd óper­um styrki auk Óperu­daga. Þar af eru fjög­ur verk­efni sem flutt verða und­ir merkj­um þeirr­ar hátíðar. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að þetta end­ur­spegli þann fjölda um­sókna varðandi verk­efni tengd óperu­form­inu „sem virðist vera í mik­illi sókn“.

Finna má lista yfir styrkþega inni á vef Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert