Varað við eldhættu vegna þurrka

Frá Hallormsstaðaskógi.
Frá Hallormsstaðaskógi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vegna mikillar þurrkatíðar á Norður- og Austurlandi varar Skógræktin fólk sérstaklega við að fara með eld í skógum og öðru gróðurlendi.

Í síðustu viku var kveikt í tré í Hallormsstaðaskógi en sem betur fer breiddist eldurinn ekki út, að því er greint er frá á vef Skógræktarinnar.

Atvikið átti sér stað við frisbígolfvöllinn á Hallormsstað þar sem kveikt var í litlu lerkitré. Að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi, hefði eldurinn getað kviknað á verri stað þar sem meiri hætta var á að hann breiddist út. Dálítill vindur geti þó feykt neistum í nálægan gróður og dugað til að kveikja stórt bál sem ekki verður hægt að ráða við.

Að sögn Þórs rigndi í fáeina klukkutíma á Héraði á laugardaginn en þá hafði ekki rignt þar af viti í nokkrar vikur. Svipaða sögu er að segja víðar um Austur- og Norðurland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert