Veðurblíðan heldur áfram að leika við íbúa og ferðamenn á Austurlandi en mælir Veðurstofu Íslands sýnir 26,4 gráður við Egilsstaðaflugvöll, sem er hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í dag. Eru þetta óyfirfarnar frumniðurstöður.
Svipað hitastig er við Hallormsstaði þar sem 24,6 gráður hafa mælst, sem er næstmesti hitinn í dag.
Í textaspá Veðurstofunnar segir að um helgina séu ekki stórar breytingar í kortunum. Bjart verði að mestu á austurhelmingi landsins. Frekar svalt verði vestanlands en hlýtt á Austurlandi.