Annar látinn laus og hinn í gæsluvarðhaldi

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður um fertugt var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði síðastliðna nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

„Karlmaður um fertugt var í kvöld í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 22. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á fimmtugsaldri í Hafnarfirði síðastliðna nótt. Annar maður, sem var einnig handtekinn vegna málsins, er laus úr haldi lögreglu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni. 

Greint var frá því fyrr í dag að tveir menn á fertugsaldri væru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á fyrrnefndu andláti í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði.

Lögreglan sagði tilkynningu vegna andlátsins hafa borist á sjötta tímanum í morgun. Hinn látni var þá meðvit­und­ar­laus ut­an­dyra þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang. Reynt var að end­ur­lífga mann­inn en það bar ekki ár­ang­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert