Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs til 20 ára, fær laun í 12 mánuði eftir að hann hættir störfum.
Úrvinnslusjóður buðu Ólafi upp á starfslokasamning í kjölfar frétta um að fyrirtæki sem fá greitt úr Úrvinnslusjóði fyrir að endurvinna fernur eru ekki að endurvinna þær.
Ríkisútvarpið hefur eftir Magnúsi Jóhannessyni, stjórnarformanni Úrvinnslusjóðs að starfslok Ólafs tengist ekki umfjölluninni í fernumálinu heldur nýrri löggjöf um starfsemi sjóðsins vegna hringrásarhagkerfisins.
Ólafur fær greiddan sex mánaða uppsagnafrest og fær til viðbótar sex mánaða laun.