Fær laun í 12 mánuði eftir starfslok

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs.
Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs. Samsett mynd

Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs til 20 ára, fær laun í 12 mánuði eftir að hann hættir störfum.

Úrvinnslu­sjóður buðu Ólafi upp á starfs­loka­samn­ing í kjöl­far frétta um að fyr­ir­tæki sem fá greitt úr Úrvinnslu­sjóði fyr­ir að end­ur­vinna fern­ur eru ekki að end­ur­vinna þær.

Ríkisútvarpið hefur eftir Magnúsi Jóhannessyni, stjórnarformanni Úrvinnslusjóðs að starfslok Ólafs tengist ekki umfjölluninni í fernumálinu heldur nýrri löggjöf um starfsemi sjóðsins vegna hringrásarhagkerfisins.

Ólafur fær greiddan sex mánaða uppsagnafrest og fær til viðbótar sex mánaða laun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert