Fjórtán sæmd fálkaorðunni

Hér má sjá orðuhafa dagsins.
Hér má sjá orðuhafa dagsins. Ljósmynd/Skrifstofa forseta

Önnur orðuveiting ársins fór fram á Bessastöðum í dag og voru fjórtán sæmdir fálkaorðunni í þetta sinn.

Þetta kemur fram á vef forsetaembættisins. 

Í orðunefnd að þessu sinni eru: 

  • Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor, formaður
  • Bogi Ágústsson fréttamaður
  • Drífa Hjartardóttir, fv. alþingismaður
  • Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari
  • Sigríður Snævarr, fv. sendiherra
  • Sif Gunnarsdóttir, orðuritari 

Þau sem hlutu orðuna eru: 

  • Aðalgeir Egilsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu.
  • Árný Aurangasri Hinriksson kennari, riddarakross fyrir störf í þágu ættleiddra barna.
  • Davíð Ottó Arnar, yfirlæknir og prófessor, riddarakross fyrir framlag til hjartalækninga, vísindarannsókna og nýsköpunar.
  • Elínborg Lárusdóttir félagsráðgjafi, riddarakross fyrir störf í þágu blindra og sjónskertra.
  • Guðmundur Fylkisson lögreglumaður, riddarakross fyrir störf í þágu ungmenna og samfélags.
  • Guðrún Birna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri, riddarakross fyrir umönnun og þjónustu við aldraða.
  • Hafliði Már Aðalsteinsson skipasmíðameistari, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, strand- og iðnmenningar.
  • Helgi Guðmundsson, prófessor emeritus, riddarakross fyrir framlag til menntunar og rannsókna á sviði íslenskra fræða.
  • Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir bóndi, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.
  • Jónatan Garðarsson fjölmiðlamaður, riddarakross fyrir dagskrárgerð og þekkingarmiðlun um dægurtónlist, nærumhverfi og skógrækt.
  • Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, riddarakross fyrir framlag til vísinda, miðlunar og náttúruvárvöktunar.
  • Lilja Hjaltadóttir, fiðluleikari og kennari, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis- og menntunar.
  • Peter Weiss forstöðumaður, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á sviði menntunar.
  • Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri, riddarakross fyrir störf í þágu menningarmála og ferðaþjónustu.

Þess má geta að forsetinn býður gestum og gangandi í heimsókn á Bessastaði á morgun, þann 18. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert