Kaldar kveðjur frá Google

Google ruglaðist pínu í ríminu fyrr í dag.
Google ruglaðist pínu í ríminu fyrr í dag. Skjáskot/google.com

Sumir íslenskir notendur leitarvefjarins vinsæla google.com fengu heldur óþægilegan glaðning fyrr í dag, en við þeim blasti danski fáninn með þjóðhátíðarkveðju frá Google.

Google hefur það til siðs að minnast merkra viðburða með því að birta svokallað "Google Doodle" í haus síðunnar, og er svo einnig núna.

Að þessu sinni hefur eitthvað farið úrskeiðis, því að í stað íslenska fánans birtist óvart Dannebrog og hönnun sem var notuð í Danmörku 5. júní síðastliðinn, á stjórnarskrárdegi Danmerkur.

Uppfært klukkan 13:28

Google virðist hafa lagað þetta núna, og blasir nú við íslenski fáninn þeim sem fara inn á síðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert