Samhjálp vísað á dyr

Samhjálp rekur einnig þessa kaffistofu í Borgartúni.
Samhjálp rekur einnig þessa kaffistofu í Borgartúni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvort hægt verður að halda áfram starf­semi áfanga­heim­il­is Sam­hjálp­ar sem rekið er við Höfðabakka í Reykja­vík eft­ir að Fé­lags­bú­staðir sögðu upp leigu­samn­ingi.

Á áfanga­heim­il­inu, sem nefn­ist Brú, eru nú alls 18 ein­stak­lings­í­búðir auk sam­eig­in­legs funda­rým­is.

Hef­ur Sam­hjálp verið gert að yf­ir­gefa hús­næðið fyr­ir 1. fe­brú­ar 2024 og seg­ir Edda Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­hjálp­ar, starf­sem­ina komna í „al­gjört upp­nám“. Ekki sé hlaupið að því að finna annað hús­næði und­ir áfanga­heim­ilið, sem Edda seg­ir í raun vera ein­stakt á landsvísu. Starf­sem­in gæti því lagst al­farið af.

Fell­ur ekki að kjarn­an­um

„Brú gegn­ir ekki ein­ung­is mik­il­vægu hlut­verki í okk­ar starf­semi held­ur einnig þess­ari keðju áfanga­heim­ila. Þetta er eina áfanga­heim­ilið þar sem börn geta dvalið með for­eldr­um sín­um. Þangað hafa því börn komið til helg­ar­dval­ar eða jafn­vel viku­langt,“ seg­ir hún og bend­ir á að áfanga­heim­ilið hafa skilað „mjög góðum“ ár­angri und­an­far­in ár.

Fé­lags­bú­staðir segj­ast með þessu vera að leggja meiri áherslu á kjarn­a­starf­semi, rekst­ur áfanga­heim­il­is flokk­ast ekki þar und­ir.

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert