Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um hópasöfnun og háreysti frá ungmennum í nótt. Einnig barst tilkynning um ungmenni að skemma skólahreystibraut við skóla. Önnur tilkynning barst um ungmenni að skjóta upp flugeldum við skóla.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar segir einnig að ökumaður hafi verið kærður fyrir of hraðan akstur. Ók hann á 127 km/klst þar sem hámarkshraði er 70 km/klst.
Lögregla sinnti tveimur umferðarslysum í nótt. Í einu þurfti að klippa skráninganúmer af einu ökutæki vegna þess að aðalskoðun hafði verið vanrækt. Í hinu slysinu var ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Ók hann á 108 km/klst þar sem hámarkshraðinn var 80.
Einstaklingur sofnaði á ölstofu og saknaði veskis er hann vaknaði. Upptökur verða skoðaðar.
Bárust lögreglu einnig tvær tilkynningar um heimilisofbeldi er lögregla sinnti.