Bætir í úrkomu eftir hádegi

Dálítil rigning verður á vestanverðu landinu í dag.
Dálítil rigning verður á vestanverðu landinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spáð er hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag. Dálítil rigning verður á vestanverðu landinu en hiti 8-15 stig. Eftir hádegi bætir í úrkomuna.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Áfram heldur veðrið áfram að leika við Norðaustur- og Austurland en þar er spáð því að verði allvíða bjart í dag og hiti yfir 20 stigum þar sem best lætur. Þó megi búast við síðdegisskúrum.

„Áfram hægur vindur á morgun og rigning eða súld með köflum, en yfirleitt þurrt um landið austanvert. Það kólnar heldur, en hitinn slagar þó líklega í 20 stig á Austurlandi,“ segir í hugleiðingunum um morgundaginn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert