Deilt um ís: Kökudeig vinsælt en kiwi skrítið

Það er fátt íslenskara en hinn alíslenski bragðarefur sem hefur lengi verið partur af íslensku þjóðarsálinni.

Næst á eftir bragðarefnum kemur kannski súkkulaðihúðaður lakkrís og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort að Danir reyni að eigna sér hugmyndina að bragðarefnum eins og Johan Bulow gerði með lakkrísinn.

Hver og einn er með uppskrift að sínum fullkomna bragðaref og getur það oft orðið deilumál hvaða hráefni eigi að setja í ísinn þegar fólk ákveður að deila bragðarefnum. En hver er besti bragðarefurinn og hvaða hráefni eru vinsælust á meðal Íslendinga?

Blaðamaður mbl.is fór á stúfanna um helgina og spurði viðskiptavini jafnt og afgreiðslufólk hver besti bragðarefurinn væri. Myndskeiðið er hægt að sjá hér í spilarnum að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert