Ekki fjárhagslegt svigrúm til að hækka laun

Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, segir að óeðlilegt sé að nemendur …
Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, segir að óeðlilegt sé að nemendur gátu ekki kynnt sér laun fyrir vinnutímabil sumarsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á fundi borgarráðs á dögunum var ákveðið að laun nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur ættu að haldast óbreytt frá því á síðasta ári.

Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir að sú ákvörðun hafi verið tekin vegna fjárhagslegra ástæðna.

„Þetta er náttúrulega vinnu -„skóli“, þarna er blanda af leik og vinnu, auðvitað er hluti af því að vera krakki að læra að vinna, en það gilda ekki alveg sömu lögmál um opinbera starfsmenn Reykjavíkurborgar og svo nemendur í vinnuskólanum.”

Vilja launabreytingar í takt við verðbólgu

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Vinstri grænna og Flokk fólksins lögðu fram bókun á fundinum með tillögum um að laun vinnuskólans fylgi verðbólgu og vísitölu. Einar segir að fyrir utan þær tillögur hafi verið samstaða innan borgarráðsins um ákvörðunina að gera það ekki. 

„Það þarf samt að bera virðingu fyrir þeirra vinnuframlagi, en það er ekki einhver almennregla um þetta í sveitarfélögum heldur er bara allur gangur á því hvort launin fylgja vísitölu eða ekki. Vonandi verður hægt að hækka launin næsta sumar, en í ljósi stöðu borgarinnar er ekki mikið svigrúm til þess núna.”

Óeðlilegt að launatafla sé birt seint

Í byrjun fyrsta vinnutímabilsins í sumar hófu nemendur störf hjá vinnuskólanum án þess að búið væri að taka ákvörðun um kaup og kjör fyrir störfin. 

Einar segist taka undir þá skoðun sem myndast hefur innan borgarráðsins að tímasetningin hafi verið óeðlileg, en sú ákvörðun eigi líka fjárhagslegar ástæður að baki sér.

„Umhverfis- og skipulagssvið ákvað að setja launatöfluna inn þegar það lá nokkurn veginn fyrir hversu margir sóttu um vinnuskólann en það eru svo margir sem sækja um seint og margir sem hætta við. Mér finnst samt eðlilegt að fólk viti hvað það fái í laun áður en það sækir um, og vonandi verður þetta öðruvísi næsta sumar þannig að launin verði birt allavega áður en umsagnarfresturinn rennur út.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert