Handtekinn fyrir að hlaupa inn á völlinn

Einstaklingur var handtekinn eftir að hafa hlaupið inn á Laugardalsvöll …
Einstaklingur var handtekinn eftir að hafa hlaupið inn á Laugardalsvöll í gærkvöldi. Samsett mynd

Einstaklingur var handtekinn eftir að hafa hlaupið inn á Laugardalsvöll, eftir að landsleik Íslands og Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Hann var fluttur á lögreglustöð og sleppt að viðræðum loknum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Nokkur fjöldi útkalla vegna hávaða og ölvunar var sinnt og einnig var nokkuð um slys á fólki eftir fall af rafmagnshlaupahjólum.

Fimm gistu fangageymslur lögreglu og fjórir ökumenn voru  kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og annarra vímugjafa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert