Hringbraut lokað vegna fræsingar

Veghluti af Hringbraut verður lokað vegna vegaframkvæmda í dag.
Veghluti af Hringbraut verður lokað vegna vegaframkvæmda í dag. mbl.is/sisi

Í dag er stefnt að því að fræsa Hringbraut á milli Sæmundargötu og Njarðargötu. Áætlað er að að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 10 til 15, að því er segir í tilkynningu frá framkvæmdaaðilanum Colas.

Kaflanum verður lokað í suðaustur átt og hjáleiðir verða um Sæmundargötu, Sturlugötu og Njarðargötu.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert