Lítið vitað um stöðu álastofnsins

Áll er á alþjóðlegum rauðum lista IUCN og er þar …
Áll er á alþjóðlegum rauðum lista IUCN og er þar flokkaður meðal tegunda sem eru í mestri útrýmingarhættu, að sögn Magnúsar. AFP/Francois Guillot

„Við höfum litlar upplýsingar um hvernig álastofninn er hér á landi um þessar mundir. Veiðin er afskaplega lítil og ekki er skipuleg vöktun í gangi á stærð stofnsins, sem væri virkilega þörf á. Stofnstærð evrópska álsins er mjög lítil og svipuð staða varðandi ameríska álinn.

Áll er nú á alþjóðlegum rauðum lista IUCN [Alþjóða náttúruverndarsambandsins] og er þar flokkaður meðal tegunda sem eru í mestri útrýmingarhættu,“ segir Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við Morgunblaðið.

Álaveiðar hafa ekki verið leyfðar á Íslandi á undanförnum árum nema til eigin nota, en leyfi fyrir slíkar veiðar voru auglýst hjá Fiskistofu fyrr á árinu. Blaðið hefur ekki upplýsingar hvort einhverjir nýti sér það í ár að geta veitt til eigin nota, en fáir hafa gert það síðustu árin .

„Vegna stöðu stofnsins var gripið til þeirra ráða fyrir nokkrum árum að takmarka veiðina og nánast banna hana. Gjarnan er gripið til slíkra takmarkana, því veiðum geta menn stjórnað en við stjórnum ekki náttúrunni. Ég veit ekki til þess að menn sjái einhvern sérstakan bata þótt einhverjar sveiflur séu á milli ára,“ segir Magnús, en állinn hefur breitt fæðuval og étur það sem er í boði á hans búsvæði í ferskvatni.

Meira má lesa í Morgunblaði gærdagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert